Um heilsustíga

Heilsustígar er ný leið til bættrar lýðheilsu sem býður aukna fjölbreyttni til útivistar og stendur öllum opið til notkunar.

Heilsustígar

Heilsustígar bjóða uppá æfingarkerfi fyrir alla aldurshópa. Æfingarkerfin henta ólíkum hópum með mismunandi þarfir. Um er að ræða 3 æfingakerfi til að auka þol, lipurð eða styrk. Einföld tæki sem framleidd eru af lögildum aðila.

Góðar leiðbeiningar eru með hverri æfingu svo auðvelt er að fylgja kerfinu eftir. Heilsustígar nýta stíga sem eru til staðar á hverjum stað og eykur þannig við þjónustu sem er þegar til staðar. Hugmyndin er sú að Heilsustígar verði hluti af íþrótta starfi í skólasamfélaginnu.

Þessi heimasíða er hugsuð til að kynna Heilsustíga og staðsetningu þeirra í þínu nágrenni.