Heilsustígur á Hvolsvelli

Á Hvolsvelli hefur sveitarfélagið Rangárþing eystra sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstaður Heilsustíga á Hvolsvelli er við Íþróttamiðstöðina við Vallarbraut 16. Frá henni liggur stígurinn í áttina að miðbæjarkjarnanum á Hvolsvelli og inn á leiksvæðið Gamla róló. Eftir göngustíg á milli Hvolsvegar og Stóragerði að skólalóðinni við Litlugerði. Og þaðan um frá skólanum í áttina að heilsugæslunni og íbúðum aldraðra, upp á Korkjuhvol, eftir hlíðinni og niður að íbúðahverfinu við Gilsbakka og Hvolstún. Út úr þéttbýlinu liggur leggur upp að kirkjugarðinum við Akur. Norðan við Krókatún og inn á opna svæðið í áttina að íþróttamiðstöðinni þar sem endastöð heilsustíganna

Upplýsingar á vegum sveitarfélagsins má finna á slóðinni hér að neðan:

http://hvolsvollur.is/thjonusta/ithrottamidstod/heilsustigur/

Kort í vinnslu!