Heilsustígur í Laugaskarði í Hveragerði

Í Hveragerði hefur Hveragerðisbær sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Búðið er að setja upp tvo af þremur áföngum og er stefnt að lokauppsetningu á 3. áfanga árið 2015. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstöð Heilsustíga í Hveragerði er við Sundlaugina í Laugaskarði. Þaðan liggur stígurinn um hlíðar….. í áttina að Ölfusborgum og liggur svo um skógræktina niður að Heilsuhælinu í Hveragerð. Um lóð heilsuhælisins liggur stígurinn áfram inn á tjaldsvæðið í Hveragerði, framhjá grunnskólanum og upp brekkuna upp að Sundlauginni þar sem lokaskiltið tekur á móti manni með upplýsingar um árangur þess sem notar Heilsustíginn í Hveragerð.

Upplýsingar á vegum sveitarfélagsins má finna á slóðinni hér að neðan:

http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/Gongukort/B-C-Heilsuhringur_Hveragerdi.pdf

Einnig hefur Sævar Hansson unnið myndaband af stígnum sem sjá má hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=eiu-roesIKo&feature=youtu.be/

Kort í vinnslu!