Heilsustígur í Þorlákshöfn

Í Þorlákshöfn hefur Sveitarfélagið Ölfus sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Unnið er að lokafrágangi og uppsetningu. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstöð Heilsustíga í Þorlákshöfn er við Íþróttamiðstöðina. Þaðan liggur heilsustígurinn eftir gönguleiðinni framhjá Grunnskóla Þorlákshafnar, Leikskólanum og um stíginn sem umlykur íbúðahverfin Berg og Hraun. Framhjá Ráðhúsinu, Skrúðgarðinum, framhjá Grunnskólanum á ný, að Dvalarheimili aldraðra og suður fyrir sundlaugina aftur að Íþróttamiðstöðinni.

Kort í vinnslu!