Heilsustígur í Þorlákshöfn

Lengd: 3,3 km Hækkun: 2 metrar Erfiðleikastig: miðlungs

Í Þorlákshöfn hefur Sveitarfélagið Ölfus sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Unnið er að lokafrágangi og uppsetningu. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstöð Heilsustíga í Þorlákshöfn er við Íþróttamiðstöðina. Þaðan liggur heilsustígurinn eftir gönguleiðinni framhjá Grunnskóla Þorlákshafnar, Leikskólanum og um stíginn sem umlykur íbúðahverfin Berg og Hraun. Framhjá Ráðhúsinu, Skrúðgarðinum, framhjá Grunnskólanum á ný, að Dvalarheimili aldraðra og suður fyrir sundlaugina aftur að Íþróttamiðstöðinni.

Kort í vinnslu!

Heilsustígur í Laugaskarði í Hveragerði

Lengd: 2,7 km Hækkun: 15 metrar Erfiðleikastig:

Í Hveragerði hefur Hveragerðisbær sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Búðið er að setja upp tvo af þremur áföngum og er stefnt að lokauppsetningu á 3. áfanga árið 2015. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstöð Heilsustíga í Hveragerði er við Sundlaugina í Laugaskarði. Þaðan liggur stígurinn um hlíðar….. í áttina að Ölfusborgum og liggur svo um skógræktina niður að Heilsuhælinu í Hveragerð. Um lóð heilsuhælisins liggur stígurinn áfram inn á tjaldsvæðið í Hveragerði, framhjá grunnskólanum og upp brekkuna upp að Sundlauginni þar sem lokaskiltið tekur á móti manni með upplýsingar um árangur þess sem notar Heilsustíginn í Hveragerð.

Upplýsingar á vegum sveitarfélagsins má finna á slóðinni hér að neðan:

http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/Gongukort/B-C-Heilsuhringur_Hveragerdi.pdf

Einnig hefur Sævar Hansson unnið myndaband af stígnum sem sjá má hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=eiu-roesIKo&feature=youtu.be/

Kort í vinnslu!

Heilsustígur á Hvolsvelli

Lengd: 3,3 km Hækkun: 2 metrar Erfiðleikastig: miðlungs

Á Hvolsvelli hefur sveitarfélagið Rangárþing eystra sett upp heilustíg í  þéttbýlinu í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð.

Upphafsstaður Heilsustíga á Hvolsvelli er við Íþróttamiðstöðina við Vallarbraut 16. Frá henni liggur stígurinn í áttina að miðbæjarkjarnanum á Hvolsvelli og inn á leiksvæðið Gamla róló. Eftir göngustíg á milli Hvolsvegar og Stóragerði að skólalóðinni við Litlugerði. Og þaðan um frá skólanum í áttina að heilsugæslunni og íbúðum aldraðra, upp á Korkjuhvol, eftir hlíðinni og niður að íbúðahverfinu við Gilsbakka og Hvolstún. Út úr þéttbýlinu liggur leggur upp að kirkjugarðinum við Akur. Norðan við Krókatún og inn á opna svæðið í áttina að íþróttamiðstöðinni þar sem endastöð heilsustíganna

Upplýsingar á vegum sveitarfélagsins má finna á slóðinni hér að neðan:

http://hvolsvollur.is/thjonusta/ithrottamidstod/heilsustigur/

Kort í vinnslu!

Heilsustígur í Laugadal í Reykjavík

Lengd: 10,3 km Hækkun: 10 m Erfiðleikastig: Meðal

Í Laugardalnum hefur Reykjavíkurborg sett upp heilustíg í samstarfi við Heilsustíga ehf, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili stígsins. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Búið er að setja upp tvo af þremur áföngum og er stefnt að lokauppsetningu á 3. áfanga árið 2015. Heilsustígskiltin veita leiðbeiningar um notkun stígsins og mismunandi æfingar á hverri stöð. Í Laugadal á eftir að setja upp upphafs og endastöðvarskiltin.

Upphafsstöð Heilsustíga í Laugadalnum er fyrirhuguð við Laugadalslaugina, en einnig er gert ráð fyrir upphafsstöðvum í nágrenni við Langholtsskóla og á göngustíg við Ljósheima nærri Vogaskóla og Menntaskólanum við Sund. Aðal upphafsstöðin er við Laugadalslaugina og er uppröðun æfingarstöðvanna út frá þeirri stöð.

Kort í vinnslu!

Nánar